Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kiwior á óskalista Juventus
Mynd: Getty Images

Jean-Clair Todibo er genginn til liðs við West Ham en það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þar sem hann var lengi vel orðaður við Juventus.


Ítalska félagið hefur því þurft að leita annað en ítalski miðillinn Corriere dello Sport segir að félagið sé með fjóra varnarmenn á óskalistanum.

Það eru þeir Jakub Kiwior, leikmaður Arsenal, Clement Lenglet, leikmaður Barcelona, Josip Sutalo, leikmaður Ajax og Maxence Lacroix leikmaður Wolfsburg.

Corriere dello Sport greinir frá því að Juventus gæti reynt að fá Sutalo í skiptum fyrir Daniele Rugani.


Athugasemdir
banner
banner
banner