Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 14:15
Sölvi Haraldsson
Liverpool lagði Sevilla örugglega
Luis Diaz var á skotskónum.
Luis Diaz var á skotskónum.
Mynd: Getty Images

Liverpool lagði Sevilla 4-1 í æfingaleik áðan á heimavelli Liverpool, Anfield.


Jota kom heimamönnum yfir þegar korter var í hálfleik en á seinustu 5 mínútunum í fyrri hálfleiknum skoraði Luis Diaz tvö mörk og kom heimamönnum í góða stöðu í hálfleiknum.

Gerard Fernandez minnkaði muninn fyrir gestina um miðja seinni hálfleik en innan við mínútu síðar skoraði Trey Nyoni fyrir Liverpool og kom þeim í 4-1.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum og því öruggur sigur Liverpool staðreynd. Liðið hefur verið að spila feykivel og ná í góð úrslit í sumar eftir að Arne Slot tók við liðinu af Jurgen Klopp eftir seinustu leiktíð.

Liverpool spila annan æfingaleik í dag klukkan 16:00 á Anfield gegn Las Palmas. Það er seinasti leikurinn þeirra áður en enska úrvalsdeildin hefst en þeir mæta Ipswich Townn á Portman Road á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner