Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   sun 11. ágúst 2024 15:15
Sölvi Haraldsson
Neto í Chelsea (Staðfest)
Pedro Neto er nýr leikmaður Chelsea.
Pedro Neto er nýr leikmaður Chelsea.
Mynd: Chelsea

Pedro Neto er mættur í raðir Chelsea en þetta tilkynnti félagið á X-inu rétt í þessu. Neto var einnig tilkynntur fyrir framan stuðningsmenn Chelsea á Samford Bridge þar sem æfingaleikur Chelsea og Inter Milan er í gangi.


Portúgalinn kemur á tæpar 52 milljónir punda frá Wolves til Chelsea. Þetta er leikmaður númer 10 sem Chelsea hefur keypt í sumar. 

Neto skrifar undir 6 ára samning við Chelsea með möguleika á einu öðru ári til viðbótar.

Chelsea er núna komið með gífurlega góða breidd af kantmönnum. Raheem Sterling, Mykhailo Mudryk, Noni Madueke og Cole Palmer eru meðal kantmanna sem Chelsea á.

Hann skoraði þrjú mörk og lagði upp 11 mörk í fyrra með Wolves þar sem hann heillaði marga. Hann meiddist tvisvar aftan í læri í fyrra og misttu þar að leiðandi af nokkrum deildarleikjum með Úlfunum.


Athugasemdir
banner
banner
banner