Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   sun 11. ágúst 2024 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ten Hag: Zirkzee verður að stíga upp

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, segir að það muni taka tíma fyrir framherjann Joshua Zirkzee að aðlagast hjá félaginu.


Zirkzee er 23 ára gamall Hollendingur en hann gekk til liðs við United frá Bologna fyrir rúmlega 40 milljónir evra.

Hann hefur ekkert spilað með liðinu á undirbúningstímabilinu þar sem hann var í löngu fríi eftir að hafa verið með hollenska landsliðinu á EM. Hann var í leikmannahópi liðsins í Samfélagsskildinum gegn Man City í gær en kom ekkert við sögu.

„Hann verður að stíga upp og við munum hjálpa honum. Það er öðruvísi þegar þú tekur almennilegan þátt í undirbúningstímabilinu. Hann fór á EM og þurfti að æfa einn. Við þurfum tíma til að koma honum fyrir og það tekur nokkrar vikur," sagði Ten Hag.


Athugasemdir