Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 11. ágúst 2025 22:38
Kjartan Leifur Sigurðsson
Kjartan Henry: Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti
KJartan Henry Finnbogason
KJartan Henry Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta var alvöru show" segir Kjartan Henry Finnbogason, aðstoðarþjálfari FH, eftir 3-2 sigur sinna manna gegn ÍA í kvöld.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

Skagamenn byrjuðu töluvert sterkara komust tveimur mörkum yfir og virtust ætla að fara með auðveldan sigur af hólmi framan af en svo breytist eitthvað.

„Við byrjum hræðilega og vorum ekki félaginu eins og FH til sóma, voru ömurlegir fyrsta hálftímann en svo sýnum við karakter og mikilvægt að ná inn marki fyrir hálfleikinn þar sem við fórum yfir hlutina af yfirvegun og sýndum að við erum frábært fótboltalið," segir Kjartan Henry.

Erfitt var að sjá fyrir eftir 40 mínútna leik að FH ætti afturkvæmt í leikinn.

„Við fórum að gera hlutina sem við töluðum um að gera, við vissum hvernig leik við vorum að fá. Við fengum Skagann á blautann grasvöll í roki en það kom okkur á óvart hvernig við komum inn í leikinn en ég er hrikalega ánægður hvernig við breyttum því," segir Kjartan Henry.

FH er nú í 7. sæti, þó eru aðeins tvö stig í fallsæti en mögulega gerir liðið sér vonir um að ná upp í efri hlutann, þrjú stig skilja að FH og Fram í 6. sætinu.

„Að sjálfsögðu horfum við uppá við og lið eins og FH gerir það. Við ætlum að fá að njóta þessa sigurs sem var torsóttur og skemmtilegu og svo förum við yfir hlutina á morgun."

Heimir Guðjónsson og Dean Martin lentu í áflogum á hliðarlínunni og fengu báðir reisupassann í lok fyrri hálfleiks.

„Loksins er ég ekki þarna megin við borðið. Þetta eru gamlir refir og það eru forréttindi að fá að læra af svona reynslumiklum og frábærum þjálfara eins og Heimi. Þeir sem þekkja mig vita að ég fíla svona hluti og þetta er bara partur af leiknum, tilfinningar og Heimir fer upp í stúku en við sáum um þetta," segir Kjartan Henry að lokum.





Athugasemdir
banner
banner
banner