Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 11. ágúst 2025 23:43
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Magnús Már: Við höfum lent í því áður að vera komnir fyrir neðan strik
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Svekktur að tapa, töpuðum á móti öflugu KR liði í dag,“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 2-1 tap á Meistaravöllum í kvöld. 


Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Afturelding

„KR-ingar herjuðu mikið á okkur og ég held það sé óhætt að segja að þeir hafi verðskuldað sigurinn miðað við færi og annað. Svekkjandi að komast yfir og ná ekki að fylgja því eftir, við fengum fínar stöður í fyrri hálfleik til að gera betur og fáum færi til að koma okkur í 2-0. Það vantaði upp á ákvarðanir, betri ákvarðanir þegar við vorum með opinn völl og svo að sama skapi þegar að KR kemst í 2-1 þá herjum við á þá, síðustu korter, tuttugu mínúturnar og á einhverjum degi hefði það dottið en það gerði það ekki í dag,“ hélt hann svo áfram. 

Með sína rösku kantmenn þá ætti það að henta Aftureldingu vel að spila á móti hárri línu KR. Var það eitthvað sem hefði mátt nýta betur?

„Já klárlega, og það er kannski það sem ég er að tala um í fyrri hálfleik að við vorum að fá ákveðnar stöður til að sækja hratt á þá og það vantaði kannski betri ákvarðanir í sendingum. Bíða aðeins lengur og velja réttu sendinguna og tímasetja hlaupin í samræmi við það, í báðum hálfleikunum hefðum við geta gert það betur, klárlega.“

Eftir úrslit kvöldsins situr Afturelding í fallsæti, hefur Maggi einhverjar áhyggjur af stöðunni?

„Nei. Það er rosalega mikið eftir af þessu móti og við höfum lent í því áður í sumar að vera komnir fyrir neðan strik og svo breytist það mjög fljótt. Níu leikir eftir, hörkuleikir og mikil trú á því sem við erum að gera. Þetta eru allt hörkuleikir sem við erum búnir að vera í að undanförnu þó að þrír af þeim hafi vissulega tapast þá hafa þetta allt verið hörkuleikir.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. 


Athugasemdir
banner