Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mán 11. ágúst 2025 22:58
Kjartan Leifur Sigurðsson
Sigurður Bjartur: Heimir kveikti í mannskapnum með því að fá rautt spjald
Hetja kvöldsins
Hetja kvöldsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum ömurlegir fyrstu 40 mínúturnar, gjörsamlega meðvitundarlausir" segir Sigurður Bjartur Hallsson, leikmaður FH, eftir 3-2 sigur gegn Skaganum þar sem hann setti tvö síðari mörk FH-inga.

Lestu um leikinn: FH 3 -  2 ÍA

Eins og Sigurður Bjartur segir var ekkert sem benti til að FH færi með sigur úr býtum framan af, svo breytist eitthvað.

„Ég held að Heimir hafi kveikt í mannskapnum þegar hann fær rauða spjaldi, fer enni í enni. Þegar þú sérð þjálfarann þinn slást þarftu að lyfta þér upp á tærnar og rífa þig í gang. Hann tók einn fyrir liðið."

FH hefur nú spilað 9 leiki í Krikanum, unnið 5 og enn ekki tapað leik, alvöru vígi.

„Við ætluðum okkur að gera þetta fyrir tímabilið. Við sáum í einhverri könnun að það væri skemmtilegast að mæta í Kaplakrika og við ætluðum að breyta því. Það á ekki að vera gaman að koma hingað og spila á móti okkur."

Sigurður Bjartur er nú kominn með átta mörk í deildinni, hefur aldrei skorað meira í efstu deild.

„Seinustu leikir hafa verið mjög góðir og strákarnir frábærir. Nú stefnum við á efri hlutann, það losar okkur alveg frá botnbarátunni."
Athugasemdir
banner