Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 11. september 2018 14:49
Elvar Geir Magnússon
Leikurinn í kvöld sýndur í opinni dagskrá
Icelandair
Belgar æfðu á Laugardalsvelli í gær.
Belgar æfðu á Laugardalsvelli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stöð 2 Sport sýnir viðureign Belgíu og Íslands í kvöld í opinni dagskrá en Gummi Ben, sem mun lýsa leiknum, segir frá þessu á Twitter.

Þetta er fyrsti heimaleikur Íslands í Þjóðadeildinni og strákarnir munu væntanlega og vonandi sýna allt aðra frammistöðu en þeir gerðu í 6-0 tapinu gegn Sviss.

Ólafur Ingi Skúlason og Eiður Smári Guðjohnsen verða með Herði Magnússyni í sérstakri Þjóðadeildarstofu í kringum leikinn.

Fyrir þá sem ekki hafa tök á að horfa þá verður leikurinn að sjálfsögðu í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net og auk þess er útvarpslýsing á Rás 2.


Athugasemdir
banner
banner
banner