Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 11. september 2021 23:07
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Ég hef gert mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var auðvitað svekktur eftir 0-3 tap sinna manna í Val gegn Breiðablik í kvöld, úrslit sem þýða að Valsmenn sitja í 5.sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Vandræðin okkar í kvöld var að við héldum boltanum illa innan liðsins en ég ætla ekkert að taka af Blikunum, þeir voru góðir í þessum leik. Við áttum möguleika í byrjun seinni hálfleiks og mér fannst að það lið sem skoraði fyrsta markið færi langt með leikinn.
Þeir skoruðu fyrsta markið og kláruðu svo leikinn mjög vel.


Nú hafa Valsarar tapað 4 af 6 síðustu leikjum, getur Heimir sett fingur á hvar það er sem hlutirnir fara að verða erfiðir?

Það eru sannarlega vonbrigði eins og þú segir að hafa tapað 4 af síðustu 6 leikjum hjá jafn góðu og reyndu liði eins og Val og við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað fór miður. Auðvitað stend ég hérna og ber ábyrgð á liðinu og verð að líta í eigin barm, ég hef örugglega gert mistök á leiðinni og þá þarf að lagfæra það.

Valsmenn fara næst á Ísafjörð og leika þar við Vestra í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar, sá leikur hefur orðið enn meiri meiningu fyrir þá eða hvað?

Við þurfum bara að hugsa um þennan leik. Endurheimt á morgun og svo förum við að einbeita okkur að Vestra, það er farsælast að taka bara einn leik í einu.

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner
banner