Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Þróttara: „Ég vildi spila meira"
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Búin að vera erfiður kafli og lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Gaf okkur blóð á tennurnar að ýta þeim neðar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   lau 11. september 2021 23:07
Magnús Þór Jónsson
Heimir: Ég hef gert mistök
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson var auðvitað svekktur eftir 0-3 tap sinna manna í Val gegn Breiðablik í kvöld, úrslit sem þýða að Valsmenn sitja í 5.sæti deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir.

Vandræðin okkar í kvöld var að við héldum boltanum illa innan liðsins en ég ætla ekkert að taka af Blikunum, þeir voru góðir í þessum leik. Við áttum möguleika í byrjun seinni hálfleiks og mér fannst að það lið sem skoraði fyrsta markið færi langt með leikinn.
Þeir skoruðu fyrsta markið og kláruðu svo leikinn mjög vel.


Nú hafa Valsarar tapað 4 af 6 síðustu leikjum, getur Heimir sett fingur á hvar það er sem hlutirnir fara að verða erfiðir?

Það eru sannarlega vonbrigði eins og þú segir að hafa tapað 4 af síðustu 6 leikjum hjá jafn góðu og reyndu liði eins og Val og við þurfum að setjast niður eftir tímabilið og fara yfir hvað fór miður. Auðvitað stend ég hérna og ber ábyrgð á liðinu og verð að líta í eigin barm, ég hef örugglega gert mistök á leiðinni og þá þarf að lagfæra það.

Valsmenn fara næst á Ísafjörð og leika þar við Vestra í 8 liða úrslitum bikarkeppninnar, sá leikur hefur orðið enn meiri meiningu fyrir þá eða hvað?

Við þurfum bara að hugsa um þennan leik. Endurheimt á morgun og svo förum við að einbeita okkur að Vestra, það er farsælast að taka bara einn leik í einu.

Nánar er rætt við Heimi í viðtalinu sem fylgir.


Athugasemdir
banner
banner