Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   lau 11. september 2021 17:09
Haraldur Örn Haraldsson
Rúnar Kristins: Við erum háðir öðrum liðum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Kristinsson þjálfari KR var ánægður með leik sinna manna eftir 2-0 sigur í Keflavík í dag. KR er enn í mikilli evrópubaráttu og var þetta mikilvæg 3 stig til að ná markmiðum liðsins.

Rúnar var tekinn í viðtal og hafði þetta að segja þegar hann var spurður hvernig honum liði eftir sigurinn.

„Mér líður vel, við vorum flottir í dag og svona kanski fyrstu 20 mínúturnar fínir, svo slökum við á fram að hálfleik en í síðari hálfleik vorum við mjög góðir og þá fannst mér þetta aldrei nein spurning og ég er ánægður að fá 3 stig og halda hreinu."


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  2 KR

KR er í 3.sæti eftir þennan sigur og 2 leikir eftir þá var Rúnar spurður út í hver markmiðin í þeim leikjum væri.

„Já við þurfum að bíða og sjá hver úrslit annara leikja verða í dag, við erum náttúrulega háðir því að önnur lið misstígi sig. Eina sem við getum gert er að gera það sem gerðum hér í dag og undanfarnar vikur. Sigra okkar leiki og setja smá pressu á liðin fyrir ofan okkur og það er bara eins og staðan er núna bíðum við bara og sjáum svo er útileikur í næstu viku laugardag eða sunnudag og þá bara höldum við áfram reynum bara að vinna þann leik líka það er bara þannig."

Rúnar var spurður hvort hann haldi ekki örugglega áfram með KR á næsta tímabili.

„Jú jú ég á 2 ár eftir af samning hjá KR og ég er allavega ekki að fara hætta það er ekki nema einhver hendi mér út af lóðinni en nei nei ég stefni á það að halda áfram og ég er vanur að virða mína samninga þannig ég ætla að gera það líka núna."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan þar talar Rúnar nánar um Leikskipulagið í leiknum og hópinn sinn.


Athugasemdir
banner
banner