Real gæti gert janúartilboð í Trent - O'Neil verður ekki rekinn - Liverpool vill Eze
banner
   mið 11. september 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Pulisic: Betri tímar framundan
Mynd: EPA
Christian Pulisic, fyrirliði bandaríska landsliðsins, er gríðarlega ánægður með að Mauricio Pochettino hafi verið ráðinn þjálfari landsliðsins.

Pochettino mun stýra liðinu á HM 2026 sem verður haldið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó. Hann tók við af Gregg Berhalter sem var rekinn eftir að liðið féll úr leik í riðlakeppni Copa America í sumar.

Pulisic hefur mikla trú á Pochettino.

„Það er tími til kominn að snúa við blaðinu. Við þurfum virkilega að bæta okkur. Við erum á vondum stað núna en ég veit að það eru betri tímar framundan. Vonandi kemur hann með menningu sem er tilbúinn til að berjast, taka áhættur og vinna," sagði Pulisic.

„Það þarf mikið að breytast, hugarfarið og menning hópsins. Við erum með gæðin en ég veit að það er það fyrsta sem hann vill breyta."


Athugasemdir
banner
banner
banner