fim 12. maí 2022 13:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Gjörsamlega galið að þetta mark hafi fengið að standa"
Óskar Hrafn lætur í sér heyra
Óskar Hrafn lætur í sér heyra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki sáttir
Ekki sáttir
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Blikar voru allt annað en sáttir við að fyrsta mark Stjörnunnar hefði fengið að standa í gær. Guðmundur Baldvin Nökkvason skoraði þá beint úr hornspyrnu en Blikar vildu meina að brotið hefði verið á Antoni Ara Einarssyni í markinu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  2 Stjarnan

„Þetta mark sem þeir skora breytir aðeins dýnamíkinni í leiknum, 2-1 og 2-0 það er mikill munur á því. Þetta er ótrúlegt mark, Anton er að hoppa upp og þeir ryðja honum í hliðarnetið. Gjörsamlega galið að þetta mark hafi staðið," sagði Halldór Árnason, aðstoðarþjálfari Breiðabliks í viðtali eftir leik.

Voru fleiri dómar í leiknum sem Blikar voru ósáttir með?

„Já, en ég verð bara að taka positive vibes á þetta því við unnum góðan sigur. Ég ætla ekki einu sinni að fara þangað en það voru allskonar skrítnir dómar í þessu og ég veit það var kannski ekki mikil snerting en menn verða að átta sig á því að þú ert markmaður að hoppa og það er einhver sem ýtir þér í sama mómenti og þú hoppar upp og þú getur ekkert gert og ég hefði viljað sjá dómarann sýna því meiri leikskilning af því að það var crucial atriði en við látum kyrrt liggja og ekki tala um fleiri dóma," sagði Dóri.

Blikar hópuðust að dómaranum eftir markið og voru verulega ósáttir að Jóhann Ingi Jónsson hefði leyft því að standa. Hér við fréttina má sjá myndir sem Hafliði Breiðfjörð tók á vellinum í gær. Hér beint fyrir neðan má sjá það helsta úr leiknum.


Dóri Árna: Verð bara að taka 'positive vibes' á þetta
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner