Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mið 12. júní 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern að virkja riftunarákvæðið í samningi Hiroki Ito
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Þýska stórveldið FC Bayern er að kaupa japanska varnarmanninn Hiroki Ito frá Stuttgart.

BILD í Þýskalandi greinir frá þessu og segir að Bayern sé búið að virkja riftunarákvæðið í samningi hans við Stuttgart.

Ákvæðið er talið nema um 30 milljónum evra og vonast stjórnendur Bayern til að Ito muni leysa vandamálin í varnarleik félagsins. Bæjarar glímdu við gríðarlega mikil meiðslavandræði í varnarlínunni á síðustu leiktíð, en Ito getur bæði leikið sem miðvörður og vinstri bakvörður.

Ito er miðvörður að upplagi og spilaði í þriggja manna varnarlínu Stuttgart á nýliðinni leiktíð. Hann stóð sig frábærlega á seinni hluta tímabils en Ito er 25 ára gamall og á 19 landsleiki að baki fyrir Japan.

Bayern er einnig að krækja í Jonathan Tah, 28 ára miðvörð Bayer Leverkusen og þýska landsliðsins.

Matthijs de Ligt, Dayot Upamecano og Kim Min-jae eru miðverðir Bayern í dag ásamt Eric Dier. Góðar líkur eru á því að De Ligt verði seldur á næstu vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner