Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 12. júlí 2018 20:38
Egill Sigfússon
Gunnar Þorsteins: Á Englandi væri þetta ekki einu sinni aukaspyrna
Gunnar var ekki sammála rauða spjaldinu
Gunnar var ekki sammála rauða spjaldinu
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Grindavík tók á móti KA í kvöld og töpuðu 2-1 þar sem KA skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Gunnar Þorsteinsson fyrirliði Grindvíkinga var mjög vonsvikinn með úrslitin í leik sem honum fannst liðið spila ágætlega í.

Lestu um leikinn: Grindavík 1 -  2 KA

„Vonbrigði eru mér efst í huga eftir leik, við spilum þennan leik að mestu leyti þokkalega, þetta var engin stjörnuframmistaða en ekki dapurt heldur. Maður hefur ekki efni á því að klikka á svona einföldum hlutum eins og við gerðum í dag í efstu deild."

Aðspurður hvort honum fannst Grindavík klúðra þessu sjálfur tók Gunnar ekkert af KA-mönnum sem kláruðu færin vel en sagði liðið aðeins þurfa að skoða sinn leik eftir þrjá tapleiki í röð.

„Ég ætla ekki neitt af þeim, þeir klára þessi færi mjög vel en aftur á móti klikkum við á þrem dauðafærum þar sem við hefðum getað slökkt í þessum leik. Þriðji tapleikurinn í röð og við erum augljóslega að gera eitthvað vitlaust og þurfum að fara í smá naflaskoðun"

Einhver undarlegasti dómur sumarsins var þegar mark var dæmt af KA og enginn vissi af hverju, Gunnar hélt að það myndi klárlega vera þeim í hag og þeir myndu þá taka yfir leikinn en önnur var raunin.

„Það var skrifað í skýin að við myndum klára þennan leik eftir það, ég hef ekki hugmynd um hvað gerðist en ég hélt að þetta myndi koma mómentinu okkar megin en við náðum ekki að láta kné fylgja kviði."

Marinó Axel Helgason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir rúmlega 70 mínútna leik, Gunnari fannst það rangur dómur.

„Mér finnst hann fara heiðarlega inn í þetta návígi, hann tekur boltann þó hann fari í manninn á eftir, ég get sagt ykkur það að á Englandi hefði þetta ekki einu sinni verið aukaspyrnu."
Athugasemdir
banner
banner