Solskjær, Alonso, Tel, Reijnders, Kimmich, Zaniolo, Watkins og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 12. júlí 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sterkust í 12. umferð - Fer sjóðheit inn í landsliðsverkefni
Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla María verið öflug að undanförnu.
Agla María verið öflug að undanförnu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Katrín kom boltanum í netið eftir sendingar frá Öglu Maríu.
Katrín kom boltanum í netið eftir sendingar frá Öglu Maríu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agla María Albertsdóttr, leikmaður Breiðabliks, var maður leiksins í sigri Breiðabliks gegn Keflavík á laugardag og er hún sterkasti leikmaður 12. umferðarinnar. Hún gerði sterkt tilkall í síðustu umferð og fylgdi á eftir þeirri frammistöðu með góðri frammistöðu um helgina.

Breiðablik vann 2-0 heimasigur og er liðið áfram í toppsæti deildarinnar með betri markatölu en Valur sem er einnig með 26 stig.

Sjá einnig:
Sterkasta lið 12. umferðar - Flest úr Þrótti og tvær í fjórða skiptið

Agla María lagði upp bæði mörk leiksins í seinni hálfleik, fann þá samherja sinn Katrínu Ásbjörnsdóttur í teignum. Agla María var svo tekin af velli í blálok leiksins.

„Átti tvær frábærar fyrirgjafir og var flott allan leikinn í dag. Að mínu mati best í þessum leik," skrifaði Brynjar Óli Ágústsson í skýrslu sinni eftir leikinn.

Agla María hefur frá því júní hófst skorað sjö mörk í átta leikjum í öllum keppnum og lagt upp tvö mörk. Hún er 23 ára vinstri kantmaður, landsliðskona sem er nú að undirbúa sig fyrir vináttulandsleik gegn Finnlandi.

Mörkin frá Kópavogsvelli má sjá hér að neðan.


Fyrri leikmenn umferðarinnar:
1. umferð - Katla Tryggvadóttir (Þróttur R.)
2. umferð - Ásdís Karen Halldórsdóttir (Valur)
3. umferð - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Stjarnan)
4. umferð - Sandra María Jessen (Þór/KA)
5. umferð - Hafrún Rakel Halldórsdóttir (Breiðablik)
6. umferð - Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur)
7. umferð - Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Þróttur R.)
8. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
9. umferð - Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA)
10. umferð - Bergþóra Sól Ásmundsdóttir (Breiðablik)
11. umferð - Bryndís Arna Níelsdóttir (Valur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner