Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. ágúst 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Steini Halldórs um landsliðið: KSÍ hefur ekkert ýtt við mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, segir að hann hafi ekki fengið formlegt boð um að taka við kvennalandsliðinu þegar skipt var um þjálfara árið 2018.

Freyr Alexandersson hætti með liðið árið 2018 og Jón Þór Hauksson tók við.

Þorsteinn var nýbúinn að gera Breiðablik að Íslandsmeisturum á þessum tíma. Hann segist hafa fengið símtal frá KSÍ en það hafi verið áhugalítið.

„Mér var í sjálfu sér ekki boðið starfið. Það var hringt í mig og ég var spurður hvort ég hefði einhvern áhuga á að koma og hitta þau," sagði Þorsteinn í Pepsi Max-mörkunum á Stöð " Sport í gær.

„Ég var efins og þá var liggur við skellt á mig. Ég var ekkert hvattur til þess og það var ekkert ýtt við mér."

Helena Ólafsdóttir þáttastjórnandi spurði þá: Var þetta ekki svona, við ætlum að fá þig Steini, ertu til í að hitta okkur í höfuðstöðvum KSÍ? „Alls ekki," sagði Þorsteinn þá í Pepsi Max-mörkunum í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner