banner
   fös 12. ágúst 2022 12:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Söru Björk vera eina þá bestu í heiminum
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Sara Björk Gunnarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir lék í gær sinn fyrsta leik með ítalska stórliðinu Juventus.

Sara gekk í raðir Juventus í sumar eftir að hafa leikið með Lyon í Frakklandi frá 2020.

Hún var í byrjunarliðinu í æfingaleik gegn Servette frá Sviss í gær. Hún lék 78 mínútur í fjörugum leik sem endaði með átta marka jafntefli, 4-4.

Sara var formlega kynnt til leiks hjá Juventus á fréttamannafundi fyrr í þessari viku. Stefano Bragin, sem er yfirmaður fótboltamála hjá kvennaliði Juventus, talaði um það á fundinum að Sara sé ein sú besta í heiminum í sinni stöðu.

„Ég er mjög ánægð að vera komin hingað. Félagið er með metnað til að komast enn hærra og bilið í sterkustu lið Evrópu er ekki það mikið. Ég er komin hingað til þess að halda áfram að vinna," sagði Sara á fundinum.

Juventus hefur unnið ítölsku úrvalsdeildina fimm ár í röð en markmiðið hlýtur að vera komast enn lengra í Meistaradeildinni á komandi keppnistímabili. Sara hefur unnið þá keppni tvisvar með Lyon.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner