Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   mán 12. ágúst 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Atalanta undirbýr fimmta tilboðið í Matt O'Riley
Mynd: Sölvi Haraldsson
Atalanta ætlar að kaupa danska miðjumanninn Matt O'Riley, sem komst ekki í landsliðshóp Danmerkur sem fór á EM í sumar, frá Celtic í sumar.

Ítalska félagið er búið að fá fjórum kauptilboðum hafnað en er tilbúið að leggja fram fimmta tilboðið.

O'Riley er lykilmaður hjá skoska stórliðinu Celtic og vill Brendan Rodgers þjálfari ekki missa hann úr hópnum.

Celtic hafnaði tæplega 25 milljón evra tilboði frá Evrópudeildarmeisturum Atalanta á dögunum en óljóst er hversu mikið ítalska félagið þarf að bjóða til að fá samþykkt tilboð.

Chelsea er meðal félaga sem hefur einnig verið orðað við O'Riley, en leikmaðurinn er talinn vera mjög hrifinn af hugmyndinni að fá mikilvægt hlutverk á miðjunni hjá Atalanta.

Þar myndi hann gera sitt besta til að fylla í skarðið fyrir hinn afar gæðamikla Teun Koopmeiners sem virðist vera á leið til Juventus fyrir metfé í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner