Stjarnan hefur kallað Þorlák Breka Baxter úr láni en hann hefur verið á láni hjá Selfossi frá því á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga ársins.
Selfoss hefur átt gott tímabil í 2. deild og er liðið á toppi deildarinnar með sex stiga forskot þegar sex umferðir eru eftir.
Selfoss hefur átt gott tímabil í 2. deild og er liðið á toppi deildarinnar með sex stiga forskot þegar sex umferðir eru eftir.
Breki, sem er nítján ára framherji, hefur skorað fimm mörk í fimmtán leikjum í sumar.
Hann kemur nú í Stjörnuna og getur spilað síðustu ellefu leiki mótsins með liðinu í Bestu deildinni.
Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KA á útivelli um næstu helgi.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir