De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 12. ágúst 2024 16:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stjarnan kallar Breka Baxter til baka úr láni (Staðfest)
Þorlákur Breki Baxter í leik með Selfossi.
Þorlákur Breki Baxter í leik með Selfossi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan hefur kallað Þorlák Breka Baxter úr láni en hann hefur verið á láni hjá Selfossi frá því á lokadegi fyrri félagaskiptaglugga ársins.

Selfoss hefur átt gott tímabil í 2. deild og er liðið á toppi deildarinnar með sex stiga forskot þegar sex umferðir eru eftir.

Breki, sem er nítján ára framherji, hefur skorað fimm mörk í fimmtán leikjum í sumar.

Hann kemur nú í Stjörnuna og getur spilað síðustu ellefu leiki mótsins með liðinu í Bestu deildinni.

Næsti leikur Stjörnunnar er gegn KA á útivelli um næstu helgi.



Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner