De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   mán 12. ágúst 2024 14:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Valur kallar Orra Hrafn til baka úr láni (Staðfest)
Orri í viðtali eftir leik í sumar.
Orri í viðtali eftir leik í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur hefur kallað Orra Hrafn Kjartansson til baka úr láni frá Fylki.

Hann er kominn með leikheimild með Val fyrir leikinn gegn Breiðabliki.

Orri var lánaður til Fylkis í apríl og kom við sögu í tíu leikjum með liðinu í Bestu deildinni.

Hann hefur hins vegar ekki spilað síðan 23. júní með Fylki og hefur ekki verið verið í hópnum síðan vegna meiðsla.

Hann hefur glímt við veikindi síðustu dag og ólíklegt að hann geti spilað gegn Breiðabliki á fimmtudag. Valsmenn vonast til að hann geti hjálpað þeim í sinni baráttu seinni hluta tímabilsins.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner