Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. september 2020 18:47
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjudeildin: Jafnt í fallbaráttuslagnum á Grenivík
Lengjudeildin
Tekst Magna að bjarga sér frá falli enn eina ferðina?
Tekst Magna að bjarga sér frá falli enn eina ferðina?
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Magni 1 - 1 Þróttur R.
0-1 Oliver Heiðarsson ('66)
1-1 Kairo Edwards-John ('73)

Magni og Þróttur R. mættust í fallbaráttuslag í Lengjudeild karla og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik.

Það gerðist lítið marktækt fyrr en gestirnir úr Laugardalnum tóku forystuna á 66. mínútu. Oliver Heiðarsson skoraði þá eftir glæsilegt einstaklingsframtak þar sem hann stakk vörn Magna af eftir langa sendingu upp hægri vænginn og kláraði með föstu skoti í fjærhornið.

Grenvíkingar svöruðu fyrir sig sjö mínútum síðar þegar Kairo Edwards-John skoraði laglegt mark eftir góða stoðsendingu frá Costelus Lautaru.

Bæði lið komust í færi til að stela sigrinum en inn fór boltinn ekki og niðurstaðan 1-1 jafntefli.

Magni er áfram í botnsætinu, með 9 stig eftir 15 umferðir. Þróttur er tveimur sætum fyrir ofan með þremur stigum meira.

Það tekur tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner