Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 12. október 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
U21 og U19 landsliðin eiga leiki í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það eru leikir hjá yngri landsliðum Íslands þennan þriðjudaginn. Bæði U21 landslið karla og U19 landslið karla eiga leiki í undankeppni fyrir Evrópumót.

U21 karla mætir Portúgal á Víkingsvellinum. Hefst hann klukkan 15:00.

Þetta er þriðji leikur liðanna í undankeppninni. Ísland vann 2-1 sigur gegn Hvíta Rússlandi í sínum fyrsta leik og gerði síðan 1-1 jafntefli við Grikkland. Portúgal vann 1-0 sigur gegn Hvíta Rússlandi og svo 11-0 gegn Liechtenstein núna í október.

Miðasala á leikinn fer fram á Tix.is. Allir á völlinn!

U19 karla mætir Litháen síðasta leik sínum í fyrstu umferð undankeppni EM 2022.

Leikið er í Slóveníu og hefst leikurinn kl. 13:30 að íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu frá leiknum á vef UEFA.

Ísland vann Slóveníu 3-1 í fyrsta leik sínum, en tapaði svo 0-3 gegn Ítalíu. Litháen tapaði 0-2 gegn Ítalíu og gerði síðan 1-1 jafntefli gegn Slóveníu. Það lið sem endar í neðsta sæti riðilsins fellur í B deild fyrir aðra umferð undankeppninnar, en hún er leikin í vor.
Athugasemdir
banner
banner