Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
   lau 12. október 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cesc: Fann í COVID að ég vildi verða þjálfari
Como er komið með 8 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar í Serie A.
Como er komið með 8 stig eftir 7 fyrstu umferðirnar í Serie A.
Mynd: EPA
Cesc Fabregas gerði frábæra hluti sem atvinnumaður í fótbolta með Arsenal, Barcelona og spænska landsliðinu og starfar í dag sem aðalþjálfari hjá Como í efstu deild ítalska boltans.

Como eru nýliðar í efstu deild og hafa verið að spila góðan bolta undir stjórn Fabregas, sem lagði skóna á hilluna í fyrra eftir að hafa áttað sig á því í COVID faraldrinum að hann vildi verða þjálfari.

„Þegar ég var 32 ára gamall skall COVID á og Ligue 1 var stöðvuð í fimm mánuði. Ég sat heima og lærði fyrir B-þjálfararéttindin hjá UEFA," sagði Fabregas.

„Á þessum tíma talaði ég við mikið af þjálfurum um allskonar málefni. Ég talaði við sérfræðinga í tölfræði og öðru og ég fann að ég hafði ekki lengur sama hungur og áður sem leikmaður. Ég fann að ég var kominn með hungur í að læra meira um leikinn og ákvað að fara yfir í þjálfun."

Það tók Fabregas mjög stuttan tíma að koma sér í þjálfarastarf, en hann fór upprunalega til Como sem leikmaður og keypti lítinn hlut í félaginu áður en hann var ráðinn sem aðstoðarþjálfari og síðar sem aðalþjálfari.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 3 3 0 0 6 1 +5 9
2 Juventus 3 3 0 0 7 3 +4 9
3 Cremonese 3 2 1 0 5 3 +2 7
4 Udinese 3 2 1 0 4 2 +2 7
5 Milan 3 2 0 1 4 2 +2 6
6 Roma 3 2 0 1 2 1 +1 6
7 Atalanta 3 1 2 0 6 3 +3 5
8 Cagliari 3 1 1 1 3 2 +1 4
9 Como 3 1 1 1 3 2 +1 4
10 Torino 3 1 1 1 1 5 -4 4
11 Inter 3 1 0 2 9 6 +3 3
12 Lazio 3 1 0 2 4 3 +1 3
13 Bologna 3 1 0 2 1 2 -1 3
14 Sassuolo 3 1 0 2 3 5 -2 3
15 Genoa 3 0 2 1 1 2 -1 2
16 Fiorentina 3 0 2 1 2 4 -2 2
17 Verona 3 0 2 1 1 5 -4 2
18 Pisa 3 0 1 2 1 3 -2 1
19 Parma 3 0 1 2 1 5 -4 1
20 Lecce 3 0 1 2 1 6 -5 1
Athugasemdir