Man Utd í baráttuna um Wharton - Vilja ekki Tuchel í stað Amorim - Haaland til Real Madrid?
   sun 12. október 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Búinn að verja víti frá Mbappé, Bruno og Ronaldo á einu ári
Mynd: EPA
Caoímhin Kelleher landsliðsmarkvörður Írlands varði vítaspyrnu frá Cristiano Ronaldo í gærkvöldi.

Kelleher skutlaði sér í hægra hornið en Ronaldo spyrnti beint á markið og tókst markverðinum að færa vinstri fótinn upp til þess að verja fasta spyrnu frá portúgölsku goðsögninni.

Eftir þá markvörslu hefur Kelleher varið vítaspyrnur frá Kylian Mbappé, Bruno Fernandes og Ronaldo á innan við 12 mánuðum.

Kelleher varði frá Mbappé þegar hann var á milli stanga Liverpool í Meistaradeildinni í nóvember í fyrra og varði svo frá Fernandes í ensku úrvalsdeildinni í september, þegar hann var búinn að skipta yfir til Brentford.

Caoimhin Kelleher last 3 penalty saves were against: Mbappe, Bruno Fernandes, Cristiano Ronaldo
byu/977x insoccer

Athugasemdir
banner
banner