Tékkneskir fjölmiðlar búast við því að Ivan Hasek verði rekinn sem þjálfari tékkneska landsliðsins eftir 2-1 tapið gegn Færeyjum í Þórshöfn í dag.
„Tékkneskur fótbolti hefur aldrei áður upplifað eitthvað eins slæmt," segir á vefsíðu iDNES.
„Tap gegn landi með aðeins 55 þúsund íbúa. Þetta er skandall með hástöfum. Þetta minnkar líka möguleikana á að komast á HM 2026." - Í Tékklandi búa um 11 milljónir.
„Ef geimveira hefði horft á þennan leik hefði hún ekki vitað hvort liðið væri með áhugamenn og hvort liðið væri byggt upp á leikmönnum frá ensku úrvalsdeildinni, þýsku Bundesligunni og ítölsku A-deildinni."
„Tékkneskur fótbolti hefur aldrei áður upplifað eitthvað eins slæmt," segir á vefsíðu iDNES.
„Tap gegn landi með aðeins 55 þúsund íbúa. Þetta er skandall með hástöfum. Þetta minnkar líka möguleikana á að komast á HM 2026." - Í Tékklandi búa um 11 milljónir.
„Ef geimveira hefði horft á þennan leik hefði hún ekki vitað hvort liðið væri með áhugamenn og hvort liðið væri byggt upp á leikmönnum frá ensku úrvalsdeildinni, þýsku Bundesligunni og ítölsku A-deildinni."
Hasek var spurður út í sína framtíð eftir tapið og sagði að hún væri einfaldlega ekki í sínum höndum. Hefur hann íhugað að segja sjálfur upp?
„Mér finnst ekki rétt að ég hlaupi sjálfur í burtu. Við munum líklega enda í öðru sæti í riðlinum og markmið okkar er enn það sama; komast á HM," svaraði Hasek.
Athugasemdir