Egypski kóngurinn Mohamed Salah var ekki í leikmannahópi Egyptalands gegn Gíneu-Bissá þegar þjóðirnar mættust í undankeppni Afríkuþjóða fyrir HM.
Salah hjálpaði Egyptum að tryggja sér sæti á HM fyrir helgi og fékk verðskuldaða hvíld í dag. Lokatölur án Salah voru 1-0 þar sem Mohamed Hamdi gerði eina mark leiksins á 10. mínútu.
Egyptaland vann A-riðil og endar Búrkína Fasó í öðru sæti eftir sigur gegn Eþíópíu, þar sem Pierre Kaboré leikmaður Hearts kom inn af bekknum og skoraði þrennu. Kaboré kom inn af bekknum á 62. mínútu fyrir Dango Ouattara, leikmann Brentford. Edmond Tapsoba hjá Bayer Leverkusen og Bertrand Traoré leikmaður Sunderland voru einnig í byrjunarliðinu hjá Búrkína Fasó.
Fjórar þjóðir með besta árangur í öðru sæti sinna riðla fara með á lokamótið í Norður-Ameríku.
Mohammed Kudus skoraði þá eina mark leiksins þegar Gana vann Kómoreyjar 1-0. Kudus skoraði eftir undirbúning frá Thomas Partey og er Gana með öruggt sæti á HM.
Kudus skoraði með einu marktilraun Gana í afar bragðdaufri viðureign. Antoine Semenyo, Jordan Ayew og Mohammed Salisu voru einnig meðal byrjunarliðsmanna Gana - með Issahaku Fatawu og Kamaldeen Sulemana á bekknum.
Madagaskar endar í öðru sæti eftir stórt tap gegn Malí en kemst ekki á HM. Sigur gegn Malí í kvöld hefði gefið þjóðinni tækifæri á að komast á HM í fyrsta sinn í sögunni, en Malí endar í þriðja sæti.
Yves Bissouma, leikmaður Tottenham, kom inn af bekknum í seinni hálfleik í sigri Malí en var skipt aftur af velli sex mínútum síðar vegna meiðsla.
Níger sigraði þá gegn Sambíu og endar í öðru sæti E-riðils. Þjóðin á afar veika von um að komast á HM sem eitt af fjórum bestu liðunum í öðru sæti.
Þetta þýðir að Gana, Egyptaland, Túnis, Alsír og Marokkó eru búin að tryggja sér farmiða á HM. Það er enn hörð barátta um toppsætið í öðrum riðlum og fer lokaumferðin fram á morgun og hinn.
Kamerún, Senegal, Nígería og Fílabeinsströndin eiga öll í hættu á að missa af sæti á HM.
Gana 1 - 0 Kómoreyjar
1-0 Mohammed Kudus ('47)
Egyptaland 1 - 0 Gínea-Bissá
Búrkína Fasó 3 - 1 Eþíópía
Malí 4 - 1 Madagaskar
Sambía 0 - 1 Níger
Tsjad 2 - 3 Mið-Afríkulýðveldið
Djibútí 1 - 2 Síerra Leóne
Athugasemdir