Kanadíski bakvörðurinn Alphonso Davies er næstum því búinn að ná sér eftir krossbandsslit og er spenntur fyrir að mæta aftur á fótboltavöllinn.
Davies er gríðarlega snöggur leikmaður og vonast til að hafa ekki tapað neinum hraða vegna meiðslanna, en hann er aðeins 24 ára gamall og hefur verið mikilvægur hlekkur í stórveldi FC Bayern undanfarin sex ár.
„Framtíðin lítur vel út, erfiðasti kaflinn er að baki. Ég er mjög spenntur að snúa aftur til æfinga með liðsfélögunum og á fótboltavöllinn. Ég get ekki beðið!" sagði Davies í viðtali í dag.
Búist er við að Davies verði tilbúinn til þess að spila fótbolta í fyrrihluta nóvember.
Davies mun berjast við Raphaël Guerreiro og Konrad Laimer um sæti í byrjunarliðinu hjá Bayern.
26.03.2025 10:00
Alphonso Davies sleit krossband
Athugasemdir