
Eberechi Eze skipti til Arsenal í sumar og gæti Wharton verið á förum ef Palace kemst ekki í Meistaradeildina.
Miðjumaðurinn efnilegi Adam Wharton er eftirsóttur af stórveldum víða um Evrópu þar sem Liverpool, Manchester United og FC Bayern hafa meðal annars verið nefnd til sögunnar.
Wharton er samningsbundinn Crystal Palace til 2029 og vonast félagið til að halda honum innan sinna raða.
Steve Parish, stjórnarformaður Crystal Palace, vill að félagið berjist um Evrópusæti og nái þannig að halda sínum bestu leikmönnum og þjálfaranum eftirsótta Oliver Glasner.
„Adam mun á einhverjum tímapunkti vilja spila í Meistaradeildinni, hvort sem það verður með okkur ef okkur tekst að komast þangað eða með öðru félagsliði," sagði Steve Parish í viðtali í dag.
„Hann býr yfir stórkostlegum hæfileikum en þessa stundina þá held ég að hann sé einbeittur að því að gera vel fyrir Crystal Palace þrátt fyrir alla orðrómana."
12.10.2025 15:30
Palace búið að ræða við Glasner um nýjan samning
Athugasemdir