Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 12. nóvember 2019 21:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segja að Ronaldo fái ekki sekt - Fundar með stjórnendum
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo brást illa við því þegar Maurizio Sarri skipti honum af velli á 55. mínútu í 1-0 sigri Juventus gegn AC Milan um helgina.

Ronaldo lét Sarri heyra það á hliðarlínunni eftir skiptinguna og rauk inn í klefa. Hann sást svo undir stýri bifreiðar sinnar þremur mínútum frá leikslokum.

La Gazzetta dello Sport heldur því fram að Ronaldo fái ekki sekt fyrir hegðun sína en stjórnendur félagsins hafa boðað fund með honum strax eftir landsleikjahlé.

Stjórnendur búast við afsökunarbeiðni frá portúgölsku stórstjörnunni og gera liðsfélagar hans það líka.

Ronaldo hefur ekki verið uppá sitt besta á tímabilinu en hann gerði 28 mörk á síðustu leiktíð. Hann er launahæsti leikmaður liðsins og þá seldust meira en milljón opinberar Ronaldo treyjur í fyrra.

Eftir komu Ronaldo til félagsins hafa tekjur þess aukist til muna, en auglýsingasamningur Adidas fór úr 21 milljón evra upp í 51 milljón evra og þá mun samningurinn við Jeep hækka um 25 milljónir.

Juve er á toppi ítölsku deildarinnar með 32 stig eftir 12 umferðir, einu stigi meira en Inter. Liðið er þó aðeins búið að skora 20 mörk og er Ronaldo búinn að gera fimm þeirra og leggja eitt upp.

Sjá einnig:
Ronaldo ósáttur eftir skiptingu

Capello: Ronaldo verður að virða liðsfélagana
Athugasemdir
banner
banner