Eftir sigur Kósóvó á Ísrael í undankeppni Evrópumótsins í kvöld er það lang líklegasti möguleikinn að Ísland spili við Ísrael eða Wales í umspilinu í mars.
Milot Rashica skoraði sigurmark Kósóvó gegn Ísrael og er það mark búið að gefa aðeins skýrari mynd á hvernig umspilið mun líta út, í bili að minnsta kosti.
Samkvæmt reiknilíkani Football Rankings eru mestar líkur á því að Ísrael fari í gegnum B-leið umspilsins eftir tap kvöldsins og þá myndi þjóðin mæta Íslandi eða Úkraínu.
Einnig er möguleiki á því að Ísland fari í gegnum A-leiðina en það veltur allt á hvaða lið tryggja sig beint inn á Evrópumótið í lokaleikjum undankeppninnar.
Wales er líklegasti andstæðingur Íslands í A-leið umspilsins, en eins og staðan er núna situr Wales í 2. sæti D-riðils þegar tveir leikir eru eftir.
Undanúrslit umspilsins fer fram 21. mars en Ísland myndi spila stakan leik á útivelli og þá fer úrslitaleikurinn fram fimm dögum síðar og verður þá dregið um heimaleikjarétt.
Ef Ísrael fer ekki beint á lokamótið þá fer það í umspil og myndi það því taka sæti Noregs.
Projected EURO 2024 Play-offs, according to predicted standings.
— Football Rankings (@FootRankings) November 12, 2023
- After losing away at Kosovo, it is even more likely that Israel will enter Path B of EURO 2024 Play-offs
- If Israel end up in the Play-offs, then Norway won't reach the Play-offs as they will stay next in line pic.twitter.com/DvFa0mlO5g
Athugasemdir