Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. desember 2019 23:18
Ívan Guðjón Baldursson
Gerrard: Mjög ánægður að spila áfram í Evrópu
Mynd: Getty Images
Rangers komst upp úr erfiðum G-riðli Evrópudeildarinnar í kvöld með 1-1 jafntefli gegn Young Boys frá Sviss.

Heimamenn stjórnuðu fyrri hálfleiknum í Glasgow og voru 1-0 yfir í leikhlé, en hefðu hæglega getað verið búnir að skora tvö eða þrjú.

Gestirnir lifnuðu við í síðari hálfleik og úr varð mikill baráttuleikur. Þeir náðu að jafna leikinn undir lokin en sigurmarkið kom ekki og endar Rangers með einu stigi meira eftir riðlakeppnina.

„Ég er mjög ánægður að halda áfram að spila í Evrópu eftir jól. Strákarnir áttu skilið að fara áfram þó við höfum ekki verið sérlega góðir í kvöld, við vorum sérstaklega slakir í seinni hálfleik," sagði Steven Gerrard að leikslokum.

„Við ætluðum að sigra þennan leik en okkur gekk illa að halda boltanum og skapa pláss. Þeir gerðu okkur erfitt fyrir og börðust allt til enda, þeir gáfust aldrei upp."
Athugasemdir
banner
banner