Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 12. desember 2019 14:04
Elvar Geir Magnússon
Uwe Rösler ekki áfram með Malmö - Hvað gerir Milos?
Uwe Rösler.
Uwe Rösler.
Mynd: Malmö FF
Sænskir fjölmiðlar greina frá því að Uwe Rösler verði ekki áfram þjálfari Malmö á næsta tímabili.

Sagt er að félagið hafi þegar rætt við nokkra þjálfara sem koma til greina í að taka við starfinu af honum.

Milos Milojevic, fyrrum þjálfari Víkings og Breiðabliks, var orðaður við aðstoðarþjálfarastöðuna hjá Malmö í upphafi mánaðar. Milos er án starfs eftir að samningar náðust ekki við Mjällby um nýjan samning.

Rösler hefur stýrt Malmö síðan sumarið 2018 en landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason spilar með liðinu.

Liðið var í harðri baráttu um meistaratitilinn í ár en þurfti að játa sig sigrað í baráttu við Djurgarden.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner