Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 13. janúar 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Markverðirnir okkar í Danmörku: Standa sig feykilega vel
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Patrik Sigurður Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Patti og Elías eru búnir að spila vel," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari danska félagsins Esbjerg, í síðasta þætti af útvarpsþættinum Fótbolta.net.


Ólafur er með Esbjerg í öðru sæti dönsku B-deildarinnar, en í deildinni eru tveir íslenskir markverðir sem eru báðir í U21 landsliðinu. Patrik Sigurður Gunnarsson er á mála hjá Silkeborg eftir að hafa leikið með Viborg fyrri hluta tímabils á láni frá Brentford. Elías Rafn Ólafsson leikur með Fredericia á láni frá Midtjylland.

Það er þannig að Viborg er á toppi deildarinnar, Esbjerg í öðru sæti, Silkeborg í þriðja sæti og Fredericia í fjórða sæti.

„Þeir báðir eru búnir að standa sig feykilega vel. Það er svolítið skrítið fyrir Patrik að fara frá Viborg og fara núna að keppa við þá sem markvörður Silkeborg. Hann er búinn að redda stigum, og þeir báðir."

„Það er gaman að því að við erum með tvo unga markverði sem eru að standa sig vel þarna," Óli er einnig með efnilegan markvörð í markinu hjá sér. „Það er mikið af ungum markvörðum sem fá tækifæri í þessari deild og skila því vel."

Sjá einnig:
Samkeppni efnilegra íslenskra markvarða - „Erum góðir félagar"
Útvarpsþátturinn - Óli Kristjáns, Emil og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner