Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 13. janúar 2022 11:45
Elvar Geir Magnússon
Sanchez: Ég er eins og ljón sem er geymt í búri
Sanchez kom af bekknum.
Sanchez kom af bekknum.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez var hetja Inter í gær en hann skoraði sigurmark Ítalíumeistarana gegn Juventus í leiknum um ítalska Ofurbikarinn. Markið kom í blálok framlengingar.

„Sigurvegarar eru svona, því meira sem þeir spila því betur líður þeim. Þeir geta framkvæmt það sem enginn annar getur," sagði Sanchez við Sport Mediaset en hann kom inn sem varamaður í leiknum í gær.

„Ég spilaði gegn Lazio og hélt að ég myndi byrja í dag því ég er í góðu standi. En þjálfarinn tók þessa ákvörðun. Ég var hungraður og vildi vinna titil í kvöld."

Sanchez skaut ekki bara á núverandi þjálfara, Simone Inzaghi, heldur einnig á þjálfara sinn frá síðasta tímabili, Antonio Conte.

„Mér líður eins og ég sé ljón sem er geymt í búri. Ég var ekki að spila! Conte kom og sagði að enginn væri eins og ég. Hann sagðist ætla að setja mig inn síðustu fimmtán mínúturnar og ég gæti gert gæfumuninn. Ég sagði honum að setja mig inn fyrr, ég gæti líka gert gæfumuninn þá! Þetta er öskur ljónsins!"


Athugasemdir
banner
banner