Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. mars 2020 18:15
Ívan Guðjón Baldursson
Pogba er með ráð við kórónaveirunni
Mynd: Getty Images
Paul Pogba, miðjumaður Manchester United og franska landsliðsins, hefur verið frá vegna meiðsla stærstan hluta tímabils en er núna nálægt því að ná fullum bata.

Pogba er heimsfrægur fyrir hæfileika sína á vellinum og hressandi persónuleika sinn. Hann er mikill stuðningsmaður 'dabsins' og hefur gert það að merki sínu í knattspyrnuheiminum.

Það er mikið af ungum aðdáendum sem líta upp til Pogba og áttar stórstjarnan sig vel á því. Hann ákvað því að leggja sitt af mörkum í baráttunni gegn kórónaveirunni með skemmtilegri myndbirtingu á samfélagsmiðlum.

Á myndinni er Pogba að taka sitt klassíska 'dab' og fyrir ofan stendur: „Dabaðu þegar þú hóstar - Dabaðu þegar þú hnerrar - Dabaðu til að sigrast á kórónaveirunni."


Athugasemdir
banner
banner
banner