Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
banner
   lau 13. apríl 2019 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland í dag - Dortmund getur endurheimt toppsætið
Evrópubaráttuslagur í Leipzig
Það er spennandi dagur framundan í þýsku Búndeslígunni sem hefst á spennandi Meistaradeildarslag RB Leipzig gegn Wolfsburg, en tíu stig skilja liðin að í þriðja og sjötta sæti deildarinnar.

Leipzig hefur verið að vinna afar sannfærandi sigra upp á síðkastið en það er talsvert meira undir hjá gestunum úr Wolfsburg sem gætu misst Evrópudeildarsæti sitt með tapi eða jafntefli.

Á sama tíma fær fallbaráttulið Stuttgart sterkt lið Bayer Leverkusen í heimsókn sem er búið að tapa þremur leikjum í röð og dragast þremur stigum afturúr í Evrópudeildarbaráttunni.

Aron Jóhannsson og félagar í Werder Bremen mæta Freiburg á meðan botnlið Hannover tekur á móti Borussia Mönchengladbach.

Hannover er svo gott sem fallið og siglir Freiburg lygnan sjó en Bremen og Gladbach eru í bullandi Evrópubaráttu eins og er hægt að sjá á stöðutöflunni hér fyrir neðan.

Borussia Dortmund tekur á móti Mainz í síðasta leik dagsins og getur endurheimt toppsætið af FC Bayern, eftir 4-0 tap á Allianz Arena um síðustu helgi.

Leikir dagsins:
13:30 RB Leipzig - Wolfsburg (SportTV 3)
13:30 Stuttgart - Leverkusen
13:30 Werder Bremen - Freiburg
13:30 Hannover - Borussia M.
16:30 Dortmund - Mainz (SportTV 3)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 14 12 2 0 51 11 +40 38
2 RB Leipzig 14 9 2 3 29 16 +13 29
3 Dortmund 14 8 5 1 24 12 +12 29
4 Leverkusen 14 8 2 4 30 19 +11 26
5 Hoffenheim 14 8 2 4 29 20 +9 26
6 Stuttgart 14 8 1 5 25 22 +3 25
7 Eintracht Frankfurt 14 7 3 4 29 29 0 24
8 Union Berlin 14 5 3 6 19 23 -4 18
9 Freiburg 14 4 5 5 21 23 -2 17
10 Köln 14 4 4 6 22 23 -1 16
11 Gladbach 14 4 4 6 18 22 -4 16
12 Werder 14 4 4 6 18 28 -10 16
13 Wolfsburg 14 4 3 7 20 24 -4 15
14 Hamburger 14 4 3 7 15 24 -9 15
15 Augsburg 14 4 1 9 17 28 -11 13
16 St. Pauli 14 3 2 9 13 26 -13 11
17 Heidenheim 14 3 2 9 13 30 -17 11
18 Mainz 14 1 4 9 13 26 -13 7
Athugasemdir
banner