Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
banner
   lau 13. apríl 2024 17:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Dóri Árna: Dagur lagt hart að sér og átti þetta skilið
Dóri á hliðarlínunni í dag.
Dóri á hliðarlínunni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Ekkert sem kom á óvart þar'
'Ekkert sem kom á óvart þar'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frábært að sjá hann á vellinum, frábært fyrir hann að koma inn aftur og mikilvægt fyrir okkur að fá hann í hópinn
Frábært að sjá hann á vellinum, frábært fyrir hann að koma inn aftur og mikilvægt fyrir okkur að fá hann í hópinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var fínt að klára þann kafla með marki og geta tekið algjöra stjórn á leiknum
Það var fínt að klára þann kafla með marki og geta tekið algjöra stjórn á leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Eðlilega kannski (tók tíma að brjóta þá niður) þeir eru með gott lið og góða leikmenn. Þeir mæta í þéttri blokk rétt fyrir framan teiginn sinn og gríðarlega erfitt að komast í gegnum blokkina. Við örlítið skerptum á hlutunum í hálfleik og strax fannst mér við sýna hvað við ætluðum okkur. Um leið og fyrsta markið kemur þá breytir það leiknum," sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, eftir sigur gegn Vestra í 2. umferð Bestu deildarinnar.

Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  0 Vestri

„Það sem ég var líka ánægður með að markið kom ekki alveg upp úr þurru, vorum búnir að virkilega hóta því að skora í sóknunum á undan. Það var fínt að klára þann kafla með marki og geta tekið algjöra stjórn á leiknum."

Alexander Helgi Sigurðarson og Kristinn Jónsson voru ekki með í dag. „Staðan á þeim er bara ágæt, það er ekkert alvarlegt. Kiddi stífnaði aðeins upp og Lexi fékk högg. Núna, svona í byrjun móts, þá er algjör óþarfi að taka einhverja sénsa með mann. Þeir hvíldu í dag og ég geri ráð fyrir þeim í næsta leik. Þeir sem komu inn í staðinn stóðu sig hrikalega vel og frábært að geta notað breiddina og hópinn."

Kom þér á óvart hversu lítið Vestri ógnaði í leiknum?

„Plan mitt og allra liða er að fá á sig eins fá færi og hættulegar sóknir og hægt er. Þeir eru með sterka menn og hafa ákveðin vopn. Mér fannst við bara gera gríðarlega vel í að pressa og vorum duglegir að hlaupa til baka þegar til þurfti. Fyrst og fremst er ég bara ánægður með varnarvinnuna hjá mínu liði."

Frábært að sjá hann á vellinum
Patrik Johannesen sneri aftur á völlinn eftir tæplega árs fjarveru vegna meiðsla.

„Það var frábært að sjá hann aftur á vellinum, hann er búinn að bíða lengi eftir þessu, búinn að vera hrikalega duglegur í sinni endurhæfingu og búinn að leggja mikla vinnu á sig. Frábært að sjá hann á vellinum, frábært fyrir hann að koma inn aftur og mikilvægt fyrir okkur að fá hann í hópinn."

Með rosalegan hægri fót
Dagur Fjeldsted skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild í dag. „Ekkert sem kom á óvart þar, spilaði vel á undirbúningstímabilinu og skoraði mörk. Hann er mjög ferskur á æfingum og skorar mikið, er með rosalegan hægri fót. Mjög verðskuldað, hann er búinn að leggja hart að sér og átti þetta skilið."

Alvöru prófraun framundan
Breiðablik er með fullt hús stiga en í næsta leik er alvöru prófraun þegar Blikar heimsækja Íslands- og bikarmeistarana í Víkina.

„Það er Víkin næst, svo KR-völlurinn og svo Valur. Þetta er verkefni sem við erum þvílíkt spenntir fyrir. Ég hlakka til að setjast niður á eftir og byrja undirbúa næsta leik. Maður er í þessu fyrir þessa leiki, við erum spenntir og verðum vel undirbúnir fyrir þann leik," sagði Dóri.
Athugasemdir
banner