Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   lau 13. apríl 2024 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerir Sveinn Sigurður?
Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Sveinn Sigurður Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Enn er óvíst hvar markvörðurinn Sveinn Sigurður Jóhannesson spilar í sumar. Hann er án félags eftir að hafa yfirgefið Val eftir síðustu leiktíð.

Sveinn er 29 ára og hefur verið hjá Val síðustu sex tímabil. Hann var varamarkvörður fyrir Frederik Schram á síðasta tímabili en stóð sig afar vel í úrslitakeppninni þegar Frederik var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Valur vildi halda honum eftir síðasta tímabil en hann hafnaði tilboðum félagsins. Valsmenn æfa yfirleitt snemma dags og það er því erfitt að vinna dagvinnu með. Það flækti málin.

„Æfingatíminn flækir þetta. Maður er að fleygja dagvinnunni fyrir rútuna og það flækir þetta. Það eru algjör forréttindi að geta verið í þessu ef þetta gengur upp launalega, að vera í þessu á þessum tíma," sagði Sveinn Sigurður í samtali við Fótbolta.net í desember síðastliðnum.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Sveinn Sigurður fengið tilboð frá íslenskum félögum en hafnað þeim þar sem hann hefur viljað skoða möguleika erlendis. Það hefur verið áhugi erlendis en ekkert nægilega spennandi enn sem komið er.

Ef ekkert mjög spennandi kemur upp erlendis á næstunni, þá stefnir hann á að spila hér heima í sumar. Það verður áhugavert að sjá hvað gerist á næstu dögum og vikum.
Athugasemdir
banner
banner
banner