Kevin De Bruyne og Varane til Saudi Arabíu - Solanke til West Ham - Chelsea vill Ramsdale frá Arsenal
Sveindís beðið lengi - „Erfitt að segja hvenær maður kæmist aftur í fótbolta"
Steini: Svona atriði sem skipta gríðarlega miklu máli
Telma: Það var kannski smá mikið að gera á köflum
Olla: Pirrandi og svekkjandi að ná ekki að nýta að vera manni fleiri
Tveir í Serbíu með 'Antonsdóttir' á bakinu - „Mjög gaman að sjá þá"
Karólína: Drulluðum á okkur í markinu og ég tek fulla ábyrgð á því
Sandra María: Eyða orkunni í það sem við getum haft áhrif á
Ingibjörg: Erum ekki að fara að vinna 9-1, það er á hreinu
Glódís Perla: Tveir virkilega góðir leikmenn í þeirra liði
Steini: Held að þetta hafi verið eitthvað unglingasvæði hjá þeim
Árni Guðna: Maður fékk tilfinninguna að það væri annað mark í þessu
Óliver Elís skoraði í dramatískum leik: Við fórum bara í eitthvað survival mode
Árni Guðna eftir sigurleik: Þurfum að sýna að við eigum erindi í þessi lið
Guðjón Máni skoraði tvö gegn Þrótti: Áttum seinni hálfleikinn
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun
Aron Snær: Bannaði orðin varamarkvörður og samkeppni
Ánægður með síðasta ár - „Alltaf talað um hann en þróunin var góð"
Arnar Gunnlaugs: Kærum ekki á meðan ég er við stjórnvölinn
Benoný um Gautaborg: Get ekki farið í smáatriði en þetta var ekki málið
Gregg: Við hringdum í KSÍ í morgun og þau sögðu þetta vera í lagi
banner
   fim 13. maí 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Viktor Karl um vítaspyrnudóminn: Ekki vanur að láta mig detta
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, ekki annað hægt. Við komum ferskir út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn þannig það er ekki hægt annað en að vera sáttur." voru fyrstu viðbrögð Viktors Karls Einarssonar leikmanns Breiðabliks.

Hvernig fannst Viktori leikurinn spilast?

„Mér fannst þetta bara mjög fínt, við komum gíraðir út í leikinn eftir svekkjandi byrjun á tímabilinu að þá vorum við staðráðnir í að gera betur í dag, ákefðin bara upp og fulla ferð."

Breiðablik kemur töluvert sterkari ínn í síðari hálfleikinn og settu þrjú mörk á fimm mínúta kafla. Hvað segir Óskar við leikmenn í hálfleik?

„Við vorum svolítið "sloppy" kannski á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik, hefðum geta klárað leikinn með betri ákvarðanatöku. Við komum út í seinni og þar voru kannski aðeins betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjung og það var það sem skóp sigurinn í kvöld."

Viktor Karl Einarsson fékk vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik og talað er um að það hafi verið vafasöm vítaspyrna.

„Ég er ekki vanur því að láta mig detta, ég er með boltann og pikka honum áfram og fæ snertingu og næ ekki að halda jafnvæginu og fer bara niður. Ég var ekkert að hugsa um víti eða ekki en svo flautar hann. Mér fannst þetta nú vera rétt en ég er ekki búin að sjá þetta aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner