Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 13. maí 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Viktor Karl um vítaspyrnudóminn: Ekki vanur að láta mig detta
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, ekki annað hægt. Við komum ferskir út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn þannig það er ekki hægt annað en að vera sáttur." voru fyrstu viðbrögð Viktors Karls Einarssonar leikmanns Breiðabliks.

Hvernig fannst Viktori leikurinn spilast?

„Mér fannst þetta bara mjög fínt, við komum gíraðir út í leikinn eftir svekkjandi byrjun á tímabilinu að þá vorum við staðráðnir í að gera betur í dag, ákefðin bara upp og fulla ferð."

Breiðablik kemur töluvert sterkari ínn í síðari hálfleikinn og settu þrjú mörk á fimm mínúta kafla. Hvað segir Óskar við leikmenn í hálfleik?

„Við vorum svolítið "sloppy" kannski á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik, hefðum geta klárað leikinn með betri ákvarðanatöku. Við komum út í seinni og þar voru kannski aðeins betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjung og það var það sem skóp sigurinn í kvöld."

Viktor Karl Einarsson fékk vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik og talað er um að það hafi verið vafasöm vítaspyrna.

„Ég er ekki vanur því að láta mig detta, ég er með boltann og pikka honum áfram og fæ snertingu og næ ekki að halda jafnvæginu og fer bara niður. Ég var ekkert að hugsa um víti eða ekki en svo flautar hann. Mér fannst þetta nú vera rétt en ég er ekki búin að sjá þetta aftur."
Athugasemdir