Rúnar: Höfum fulla trúa á því að við getum barist um þessi Evrópusæti
Arnar Gunnlaugs: Þetta er bara svo mannlegt eðli
Benoný Breki: Við ætluðum bara að sækja á þá og skora
Maggi: Svo getur vel verið að þeir horfi öðruvísi á þetta
Máni Austmann: Þetta er galið en hann viðurkenndi mistökin
Aron Elí: Aðeins öðruvísi nálgun hjá okkur
Vildi víti og rautt spjald á Vestra - „Ólýsanlega pirrandi þegar það eru gerð svona risastór mistök“
Elmar: Fullur af stolti og get ekki beðið eftir seinni leiknum
Vigfús Arnar: Þeir voru líklega bara eitthvað hræddir við okkur
Davíð Smári: Hefðum klárlega getað farið betur með færin okkar
Bjóst ekki við miklu eftir vonbrigðin í bikarúrslitunum - „Menn fundu einhverja hvatningu"
Haraldur Freyr: Ekki komnir út úr rútunni sem við ferðuðumst með
Hallgrímur Mar: Þetta var mjög steiktur leikur
„Búið að vera markmið frá því ég komst að því að ég væri ólétt"
Glódís: Búinn að reyna að útskýra fyrir mér hvað þetta er í raun stórt
Karólína Lea: Síðasti heimaleikur situr í manni
Diljá Ýr: Sömu eigendur og hjá Leicester þannig að það er allt til alls
Hlín blómstrar í Svíþjóð - „Hún er ótrúlega góður þjálfari og góð manneskja"
Guðný Árnadóttir: Ætlum okkur að ná í titil
Arna Sif auðmjúk gagnvart landsliðinu: Átta mig á minni stöðu
banner
   fim 13. maí 2021 22:07
Anton Freyr Jónsson
Kópavogsvelli
Viktor Karl um vítaspyrnudóminn: Ekki vanur að láta mig detta
watermark Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Viktor Karl var frábær í liði Blika í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér líður mjög vel, ekki annað hægt. Við komum ferskir út í seinni hálfleik og kláruðum leikinn þannig það er ekki hægt annað en að vera sáttur." voru fyrstu viðbrögð Viktors Karls Einarssonar leikmanns Breiðabliks.

Hvernig fannst Viktori leikurinn spilast?

„Mér fannst þetta bara mjög fínt, við komum gíraðir út í leikinn eftir svekkjandi byrjun á tímabilinu að þá vorum við staðráðnir í að gera betur í dag, ákefðin bara upp og fulla ferð."

Breiðablik kemur töluvert sterkari ínn í síðari hálfleikinn og settu þrjú mörk á fimm mínúta kafla. Hvað segir Óskar við leikmenn í hálfleik?

„Við vorum svolítið "sloppy" kannski á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik, hefðum geta klárað leikinn með betri ákvarðanatöku. Við komum út í seinni og þar voru kannski aðeins betri ákvarðanatökur á síðasta þriðjung og það var það sem skóp sigurinn í kvöld."

Viktor Karl Einarsson fékk vítaspyrnudóm í fyrri hálfleik og talað er um að það hafi verið vafasöm vítaspyrna.

„Ég er ekki vanur því að láta mig detta, ég er með boltann og pikka honum áfram og fæ snertingu og næ ekki að halda jafnvæginu og fer bara niður. Ég var ekkert að hugsa um víti eða ekki en svo flautar hann. Mér fannst þetta nú vera rétt en ég er ekki búin að sjá þetta aftur."
Athugasemdir
banner
banner