Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
Sævar Atli: Skrítnasti leikur sem ég hef spilað lengi
Elías: Leiðinlegt fyrir mig - Þeir eru ekki með hátt xG
Valur Gunnars: Tveir gaurar sem geta barist og hlaupið endalaust
„Veit ekki hvort maður eigi að kalla það frétt eða ábendingu um slúður"
Segir að Fram þurfi að gera betur - „Skrítið ef ég verð ekki áfram"
Segir mörkin í blóðinu - „Þegar Víkingur sýnir áhuga þá veit maður að það er ekkert grín“
Boris Arsic: Höfum ekki reynslu af svona veðri
Agla María: Sérstaklega frábært að hún skoraði fyrsta markið sitt
Nik: Náðum ekki almennilegum takti en framtíðin er björt
   fös 13. maí 2022 22:00
Daníel Már Aðalsteinsson
Úlfur Arnar: Ofboðslega ánægður með strákana
Lengjudeildin
Úlfur Arnar Jökulsson
Úlfur Arnar Jökulsson
Mynd: Fjölnir
Úlfur Arnar Jökulsson þjálfari Fjölnis var að vonum ánægður með sína menn eftir 4-1 sigur á Þór Akureyri á Extra vellinum í Grafarvogi fyrr í kvöld.

„Ofboðslega ánægður með strákana, mér fannst þetta rosalega flott frammistaða, mér fannst við vera með control á leiknum svona 95% af honum, smá kafli í seinni sem við missum örlítið tökin en bara í mjög stuttan tíma og mér fannst við eiga skora fleiri mörk, mér fannst við eiga vera komnir í 4 eða 5-0 yfir áður en Willard á þetta glæsilega mark."

Lestu um leikinn: Fjölnir 4 -  1 Þór

Leikurinn byrjaði með miklu jafnræði en svo taka Fjölnismenn yfir leikinn eftir fyrstu 20 mínútur leiksins.

„Mér fannst svona kannski jafnræði með liðunum fyrstu tíu mínúturnar svo fannst mér við taka control á leiknum og mér fannst við halda því controli eins og ég segi 95% af leiknum."

Fjölnismenn fara í Árbæinn í næstu umferð og mæta Fylkismönnum í risaleik og var Úlfar spurður út í það verkefni.

„Bara rosalega vel. Fylkir-Fjölnir er mætti segja "Reykjavíkurgrannaslagur" og þetta verður hrikalega skemmtilegur leikur og vonandi verður fjör að mæta Fylkismönnum."

Úlfur Arnar Jökulsson fær tvö gul spjöld á innan við 15 sekúndum og var hann beðinn um að útskýra hvað hafi átt sér stað.

„Ég hef lengi verið í þessum bolta og ég var ofboðslega rólegur og var að ræða við dómaranna eftir leik og var að segja að ég væri svo vonsvikin með þetta. Aðstoðardómarinn segir í headsettið eftir ljóta tæklingu frá Þórsara að hann eigi líka að spjalda minn mann fyrir að skamma Þórsarann sem tæklar þá segi ég við aðstoðardómarann „hvað ertu að pæla" að spjalda Dofra og þá segir hann í kallkerfið að ég eigi að fá spjald fyrir það, og ég mótmæli því við Gunnar Odd og bið hann að ræða við mig og hann neitar því að þá segi ég aftur við aðstoðardómarann „hvað ertu að spá fyrir að gefa mér gullt fyrir þetta" þá sagði hann í kall karfið „ég nenni ekki að hlusta á hann, gefðu honum aftur gullt" það var það sem ég sagði og mér finnst þetta ofboðslega sérstakt fyrir að vera rekinn útaf fyrir þetta."
Athugasemdir
banner