Það var stór stund fyrir Harry Kane þegar hann lyfti Þýskalandsmeistaraskildinum eftir sigur Bayern München í Bundesligunni.
Þessi magnaði markaskorari var líklega besti leikmaður samtímans sem hafði aldrei náð að vinna titil með félagsliði.
Þessi magnaði markaskorari var líklega besti leikmaður samtímans sem hafði aldrei náð að vinna titil með félagsliði.
„Það er ljúft að vera hérna megin núna, fá að upplifa fögnuð sem ég hef ekki fengið áður. Ég hef of oft horft á önnur lið lyfta bikurum," sagði Kane í fagnaðarlátum Bæjara.
„Það er alveg þungu fargi af mér létt. Ég var alveg vel meðvitaður um að ég hafði aldrei unnið. Það setur enginn meiri kröfur á mig en ég sjálfur."
„Það var stór ákvörðun að koma hingað. Ég hefði getað verið áfram hjá Spurs, spilað í úrvalsdeildinni og haldið áfram að skora mörk en ég vildi ýta á sjálfan mig. Ég vildi sjá hversu góður ég gæti verið í stærstu leikjunum, titilbaráttunni og í Meistaradeildinni. Þó við höfum ekki náð markmiðum okkar í öðrum keppnum höfum við spilað stóra leiki, Ég held að þetta sé bara byrjunin á einhverju sérstöku."
Athugasemdir