Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   þri 13. maí 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pulis til Egyptalands?
Mynd: EPA
Tony Pulis, fyrrum stjóri Stoke City, Sheffield Wednesday, Crystal Palace og WBA, er þessa dagana orðaður við starf hjá egypska félaginu Zamalek.

Það er Yallakora í Egyptalandi sem orðar Pulis við starf íþrótastjóra hjá félaginu. Pulis hefur ekki starfað í fótboltanum í fjögur ár.

Hann er 67 ára og var síðast stjóri Sheffield Wednesday þar til í desember 2020.

Í grein miðilsins er sagt að samkomulag sé ekki í höfn en viðræður séu í gangi.

Zamalek er stórt félag í Egyptalandi. Liðið hefur unnið úrvalsdeildina 14 sinnum, bikarinn 28 sinnum og fimm sinnum unnið Meistaradeild Afríku fimm sinum.

Heimavöllur félagsins, Cairo International leikvangurinn, tekur 75 þúsund manns í sæti.
Athugasemdir