Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   fim 13. júní 2019 22:17
Arnór Heiðar Benónýsson
Ejub: Fjölnir getur spilað miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. unnu góðan baráttusigur á Fjölnismönnum í Grafarvogi í kvöld. Víkingar eru þar með komnir á toppinn yfir Fjölnismenn í Inkasso deildinni auk þess sem að þeir eiga leik til góða.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 Víkingur Ó.

Ejub var að sjálfögðu ánægður með frammistöðu hans liðs í kvöld hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður, við gáfum ekki færi á okkur skoruðum tvö mörk og náðum að skapa mörg góð færi.“

Fjölnismenn komu sterkari inn í seinni hálfleikinn en Víkingar héldu forystunni allan leikinn.

„Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki eins vel, hleyptum þeim inn í leikinn og þeir fengu víti. En síðasta korterið vorum við skipulagðir og finnst mér þetta vera sanngjarn sigur.“

Víkingur Ó. var ekki með fullmannaðan bekk í kvöld og Ejub notaði engar skiptingar fyrr en í uppbótartíma, en hann hefur engar áhyggjur af breiddinni.

„Í dag spiluðu meiðsli inn í þetta, það eru margir meiddir hjá okkur. En það er best að spila með 11 leikmenn og þessir 11 stóðu sig vel í dag.“

Sóknarmenn Víkinga áttu mjög góðan leik en Ejub þakkar góðri liðsframmistöðu í fyrri hálfleik sigurinn.

„Mér finnst Fjölnir geta spilað miklu betur en þeir spiluðu í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik sýndu þeir sitt rétta andlit en við spiluðum vel á lengri köflum.“
Athugasemdir
banner
banner
banner