Slúðurpakki dagsins - Það helsta í slúðrinu
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   fim 13. júní 2019 22:17
Arnór Heiðar Benónýsson
Ejub: Fjölnir getur spilað miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. unnu góðan baráttusigur á Fjölnismönnum í Grafarvogi í kvöld. Víkingar eru þar með komnir á toppinn yfir Fjölnismenn í Inkasso deildinni auk þess sem að þeir eiga leik til góða.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 Víkingur Ó.

Ejub var að sjálfögðu ánægður með frammistöðu hans liðs í kvöld hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður, við gáfum ekki færi á okkur skoruðum tvö mörk og náðum að skapa mörg góð færi.“

Fjölnismenn komu sterkari inn í seinni hálfleikinn en Víkingar héldu forystunni allan leikinn.

„Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki eins vel, hleyptum þeim inn í leikinn og þeir fengu víti. En síðasta korterið vorum við skipulagðir og finnst mér þetta vera sanngjarn sigur.“

Víkingur Ó. var ekki með fullmannaðan bekk í kvöld og Ejub notaði engar skiptingar fyrr en í uppbótartíma, en hann hefur engar áhyggjur af breiddinni.

„Í dag spiluðu meiðsli inn í þetta, það eru margir meiddir hjá okkur. En það er best að spila með 11 leikmenn og þessir 11 stóðu sig vel í dag.“

Sóknarmenn Víkinga áttu mjög góðan leik en Ejub þakkar góðri liðsframmistöðu í fyrri hálfleik sigurinn.

„Mér finnst Fjölnir geta spilað miklu betur en þeir spiluðu í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik sýndu þeir sitt rétta andlit en við spiluðum vel á lengri köflum.“
Athugasemdir
banner
banner