Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   fim 13. júní 2019 22:17
Arnór Heiðar Benónýsson
Ejub: Fjölnir getur spilað miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. unnu góðan baráttusigur á Fjölnismönnum í Grafarvogi í kvöld. Víkingar eru þar með komnir á toppinn yfir Fjölnismenn í Inkasso deildinni auk þess sem að þeir eiga leik til góða.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 Víkingur Ó.

Ejub var að sjálfögðu ánægður með frammistöðu hans liðs í kvöld hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður, við gáfum ekki færi á okkur skoruðum tvö mörk og náðum að skapa mörg góð færi.“

Fjölnismenn komu sterkari inn í seinni hálfleikinn en Víkingar héldu forystunni allan leikinn.

„Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki eins vel, hleyptum þeim inn í leikinn og þeir fengu víti. En síðasta korterið vorum við skipulagðir og finnst mér þetta vera sanngjarn sigur.“

Víkingur Ó. var ekki með fullmannaðan bekk í kvöld og Ejub notaði engar skiptingar fyrr en í uppbótartíma, en hann hefur engar áhyggjur af breiddinni.

„Í dag spiluðu meiðsli inn í þetta, það eru margir meiddir hjá okkur. En það er best að spila með 11 leikmenn og þessir 11 stóðu sig vel í dag.“

Sóknarmenn Víkinga áttu mjög góðan leik en Ejub þakkar góðri liðsframmistöðu í fyrri hálfleik sigurinn.

„Mér finnst Fjölnir geta spilað miklu betur en þeir spiluðu í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik sýndu þeir sitt rétta andlit en við spiluðum vel á lengri köflum.“
Athugasemdir
banner
banner