Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
   fim 13. júní 2019 22:17
Arnór Heiðar Benónýsson
Ejub: Fjölnir getur spilað miklu betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. unnu góðan baráttusigur á Fjölnismönnum í Grafarvogi í kvöld. Víkingar eru þar með komnir á toppinn yfir Fjölnismenn í Inkasso deildinni auk þess sem að þeir eiga leik til góða.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  3 Víkingur Ó.

Ejub var að sjálfögðu ánægður með frammistöðu hans liðs í kvöld hann var sérstaklega ánægður með fyrri hálfleikinn.

„Fyrri hálfleikurinn var virkilega góður, við gáfum ekki færi á okkur skoruðum tvö mörk og náðum að skapa mörg góð færi.“

Fjölnismenn komu sterkari inn í seinni hálfleikinn en Víkingar héldu forystunni allan leikinn.

„Við byrjuðum seinni hálfeikinn ekki eins vel, hleyptum þeim inn í leikinn og þeir fengu víti. En síðasta korterið vorum við skipulagðir og finnst mér þetta vera sanngjarn sigur.“

Víkingur Ó. var ekki með fullmannaðan bekk í kvöld og Ejub notaði engar skiptingar fyrr en í uppbótartíma, en hann hefur engar áhyggjur af breiddinni.

„Í dag spiluðu meiðsli inn í þetta, það eru margir meiddir hjá okkur. En það er best að spila með 11 leikmenn og þessir 11 stóðu sig vel í dag.“

Sóknarmenn Víkinga áttu mjög góðan leik en Ejub þakkar góðri liðsframmistöðu í fyrri hálfleik sigurinn.

„Mér finnst Fjölnir geta spilað miklu betur en þeir spiluðu í fyrri hálfleik, en í seinni hálfleik sýndu þeir sitt rétta andlit en við spiluðum vel á lengri köflum.“
Athugasemdir
banner