Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 13. júní 2019 23:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lennon um Val: Þurfa íslensk félög 25 leikmenn?
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Steven Lennon, framherji FH, var í viðtali í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. Lennon hefur verið að glíma við meiðsli í upphafi tímabils en hann gæti byrjað gegn Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni á morgun.

„Ég kom til FH 2014 og við vitum hvað gerðist á lokadeginum þá. Þeir eru orðnir óvinir okkar," sagði Lennon og átti þar við lokaleik deildarinnar 2014 sem Stjarnan vann 2-1 gegn FH. Það tryggði Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn á meðan FH endaði í öðru sæti.

„Í síðustu leikjum höfum við verið betra lið en þeir, við höfum náð betri úrslitum. Þetta verður leikur á föstudagskvöldi og það geta allir komið og skemmt sér. Við njótum þess betur að spila á föstudagskvöldi, frekar en á sunnudagskvöldi eða mánudagskvöldi til dæmis."

„Ég býst við dæmigerðum leik á milli FH og Stjörnunnar, leikur sem mun snúa mikið um líkamlega hlutann og einvígi. Kannski fer rautt spjald á loft. Þetta verður spennandi."

Skotinn, sem spilað hefur á Íslandi frá 2011, ákvað líka að gagnrýna Val í viðtalinu. Íslandsmeistarar Vals eru á botni Pepsi Max-deildarinnar þegar sjö umferðir eru búnar.

„Þetta var skrýtið. Ég gat séð merki um þetta þegar þeir voru að fá alla þessa leikmenn. Þetta eru góðir leikmenn en þurfti Valur á þeim að halda? Ég held ekki," sagði Lennon.

„Þeir þurftu örugglega þrjá eða fjóra leikmenn til að styrkja hópinn."

„Þegar félög eiga mikla peninga eins og Valur þá geta menn farið yfir um og eytt peningum að ástæðulausu. Þeir halda að þeir séu að styrkja liðið en þetta er vandamál. Maður sér þetta hjá mörgum félögum sem eiga pening. Þurfa félög á Ísland á 25 leikmönnum að halda? Ég held ekki. Þeir geta sagt að þetta sé fyrir Evrópukeppnina en þeir spila örugglega á sömu leikmönnunum í Evrópu."

„Að mínu mati þurftu þeir á 3-4 leikmönnum að halda og gera það sama sem þeir hafa verið að gera. Það er enn mikið eftir og þeir gætu komið til baka, en ég held að þeir hafi gert mistök og þeir munu örugglega gera slíkt hið sama í júlí."

Viðtalið má sjá í heild sinni hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner