Bayern vill 100 milljónir fyrir Olise - Chelsea reynir að fá Guehi og Maignan frítt - Konate ætlar til Real Madrid
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   fim 13. júní 2019 22:42
Þórhallur Valur Benónýsson
Óskar Hrafn: Stefnan ekki sett upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir nauman sigur gegn Fram í kvöld. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

„Ég er fyrst og fremst hrikalega stoltur af strákunum. Við sýndum mikinn karakter að koma til baka úr holunni sem við grófum okkur ofan í og við sóttum einhvern kraft. Það er þó ekki eins og við höfum ekki gert þetta áður, við gerðum það sama á móti Þrótti en á móti frábæru liði Fram þá var þetta hrikalega vel gert hjá þeim"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Grótta

Gróttumenn virtust leggja upp með að spila stutt úr vörninni en það misheppnaðist af og til með tilheyrandi hættu af hálfu Framara. Meðal annars þá kom annað mark Fram eftir misheppnað spil í öftustu línu.

„Við viljum helst spila stutt og að fá á sig annað mark er auðvitað fylgifiskur þess og ég tek það bara á kassann. Við viljum að markmaðurinn okkar spili út og þá er óumflýjanlegt að menn geri mistök endrum og eins. Í dag skipti þetta ekki í máli og svo er þetta bara eitt fótboltamark."

Grótta fer upp að hlið Fram í efri helming töflunnar með þessum sigri en Óskar segir stefnuna ekki setta upp í PepsiMax-deildina.

„Stefnan hefur ekki verið sett upp og er alls ekki endilega að fara upp í sjálfu sér. Stefnan er bara að láta þetta unga lið vaxa sem einstaklingar og fótboltamenn og að þeir þroskist saman sem lið. Að vinna leiki eins og í dag gefur svona ungu liði mikið. Ég held að menn átti sig ekki alveg á því að þetta Fram lið er hrikalega gott og komu okkur í vandræði sem fá lið hafa gert hingað til. Þannig að við horfum á þetta stærra en bara að fara upp."
Athugasemdir
banner