Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   fim 13. júní 2019 22:42
Þórhallur Valur Benónýsson
Óskar Hrafn: Stefnan ekki sett upp
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Óskar Hrafn var stoltur af sínu liði eftir nauman sigur gegn Fram í kvöld. Sigurmarkið kom á lokasekúndum leiksins.

„Ég er fyrst og fremst hrikalega stoltur af strákunum. Við sýndum mikinn karakter að koma til baka úr holunni sem við grófum okkur ofan í og við sóttum einhvern kraft. Það er þó ekki eins og við höfum ekki gert þetta áður, við gerðum það sama á móti Þrótti en á móti frábæru liði Fram þá var þetta hrikalega vel gert hjá þeim"

Lestu um leikinn: Fram 2 -  3 Grótta

Gróttumenn virtust leggja upp með að spila stutt úr vörninni en það misheppnaðist af og til með tilheyrandi hættu af hálfu Framara. Meðal annars þá kom annað mark Fram eftir misheppnað spil í öftustu línu.

„Við viljum helst spila stutt og að fá á sig annað mark er auðvitað fylgifiskur þess og ég tek það bara á kassann. Við viljum að markmaðurinn okkar spili út og þá er óumflýjanlegt að menn geri mistök endrum og eins. Í dag skipti þetta ekki í máli og svo er þetta bara eitt fótboltamark."

Grótta fer upp að hlið Fram í efri helming töflunnar með þessum sigri en Óskar segir stefnuna ekki setta upp í PepsiMax-deildina.

„Stefnan hefur ekki verið sett upp og er alls ekki endilega að fara upp í sjálfu sér. Stefnan er bara að láta þetta unga lið vaxa sem einstaklingar og fótboltamenn og að þeir þroskist saman sem lið. Að vinna leiki eins og í dag gefur svona ungu liði mikið. Ég held að menn átti sig ekki alveg á því að þetta Fram lið er hrikalega gott og komu okkur í vandræði sem fá lið hafa gert hingað til. Þannig að við horfum á þetta stærra en bara að fara upp."
Athugasemdir
banner
banner