Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   þri 13. ágúst 2024 23:01
Brynjar Ingi Erluson
Fjölnir kallar Rafael Mána til baka (Staðfest) - Markahæstur í 3. deild
Mynd: Fjölnir
Fjölnir hefur kallað sóknarmanninn Rafael Mána Þrastarson til baka úr láni frá Vængjum Júpiters.

Rafael Máni, sem er 17 ára gamall, var sendur á lán í Vængi Júpiters í byrjun ársins.

Í sumar hefur hann skorað 12 mörk í 3. deildinni og er sem stendur markahæsti maður deildarinnar.

Rafael hefur einnig spilað með 2. flokki Fjölnis í sumar en á enn eftir að spila mótsleik með meistaraflokki.

Fjölnir hefur nú kallað hann til baka fyrir lokasprettinn í Lengjudeildinni, en Fjölnismenn eru á toppnum með 32 stig þegar sex umferðir eru eftir af tvöfaldri umferð.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner