Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
   þri 13. ágúst 2024 15:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Palmer núna samningsbundinn Chelsea næstu níu árin
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Sóknarmiðjumaðurinn Cole Palmer hefur framlengt samning sinn hjá Chelsea um tvö ár.

Hann fékk nýjan samning eftir að hafa leikið virkilega vel á síðustu leiktíð. Með nýja samningnum fær hann dágóða launahækkun.

Nýr samningur hans gildir til ársins 2033 og er hann því samningsbundinn Chelsea næstu níu árin.

Chelsea hefur unnið með það mikið síðustu árin að leikmenn sem semja við félagið geri langa samninga.

Chelsea borgaði rúmlega 40 milljónir punda til að kaupa Palmer frá Manchester City. Hann hefur reynst algjör lykilmaður en hann skoraði 25 mörk fyrir félagið í öllum keppnum á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner