Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   sun 13. september 2020 16:34
Ester Ósk Árnadóttir
Þorsteinn um landsliðsvalið: Hefði viljað sjá fleiri af mínum leikmönnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta byrjaði fínt. Við komum strax yfir þannig að það hjálpaði okkur," sagði Þorsteinn þjálfari Blika eftir 0-7 sigur á Þór/KA á Þórsvellinum í dag.

„Þá þurftu þær að fara að sækja og það hjálpaði okkur að opna leikinn. Við nýtum okkur það vel. Spiluðum heilt yfir mjög góðan leik og ég er mjög sáttur við þennan leik."

Sveindís var best á vellinum í dag. Varnarmenn Þór/KA áttu í miklu basli með hana en hún skoraði tvö og átti tvær stoðsendingar í leiknum.

„Sveindís var góð í dag. Hún var að fá góða hjálp og var góður partur í spilinu hjá okkur. Hún er að fá góðar sendingar og þjónustu sem hún er að nýta sér vel. Svo er hún að þjónusta og skora þannig að þetta bara rúllaði vel í dag heilt yfir hjá öllu liðinu.

Sveindís er nýliði í landsliðshópinn fyrir leikina sem framundan eru. Þorsteinn hefði þó viljað sjá fleiri leikmenn Breiðabliks í landsliðshópnum.

„Ég er alltaf sáttur þegar einstaklingar eru valdir í landsliðið og þær eiga það bara allar skilið. Maður hefði viljað sjá fleiri leikmenn. Við erum með þrjú mörk á okkur í 15 leikjum í sumar og við erum með engan varnarmann í landsliðinu sem er erftirtektarvert. Mér finnst það skrítið. Það er náttúrulega bara einn maður sem velur það."

Framundan er landsleikjahlé. Breiðablik fær svo ÍBV í heimsókn. Eftir þann leik er hin umtalaði „úrslitaleikur" á móti Val.

„Það eru einhverjir landsleikir á milli og svona þannig að það er langt í það ennþá held ég þannig við erum ekkert farinn að hugsa um það. Nú þurfum við bara að koma okkur niður eftir þennan leik. Margir leikmenn fara í landsliðsverkefni og svo hittumst við bara aftur eftir sirka 12 daga og þurfum að undirbúa næsta leik. Ef við ætlum að fara fram úr sjálfum okkur og hugsa bara um Val þá fáum við á kjaftinn og við ætlum ekki að gera það."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner