Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 13. september 2021 15:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Verður Villi þjálfari Breiðabliks í Meistaradeildinni?
Á hliðarlínunni á fimmtudag þegar Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppninni.
Á hliðarlínunni á fimmtudag þegar Breiðablik tryggði sér sæti í riðlakeppninni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glaður með árangurinn.
Glaður með árangurinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur var þjálfari Augnabliks tímabilin 2019 og 2020.
Vilhjálmur var þjálfari Augnabliks tímabilin 2019 og 2020.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vilhjálmur Kári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks, hefur tilkynnt að hann hætti þjálfun liðsins eftir yfirstandandi tímabil. Pepsi Max-deildinni er lokið en Breiðablik á fyrir vændum bikarúrslitaleik gegn Þrótti í byrjun október og í kjölfarið er það svo riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Sjá einnig:
Líst vel á dráttinn - „Allt lið sem eru fáránlega góð"

Þorsteinn Halldórsson var þjálfari Breiðabliks á síðasta tímabili en Vilhjálmur tók við þjálfun liðsins þegar Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari síðasta vetur.

Riðlakeppninni lýkur í desember sem venjulega væri upphaf nýs tímabils hjá íslensku liði. Vilhjálmur var til viðtals í dag og var spurður nánar út í það hvað 'eftir tímabilið' þýði í raun og veru.

„Ég mun ekki skorast undan í Meistaradeildinni en auðvitað getur það haft áhrif ef það finnst þjálfari strax," sagði Villi.

„Hugmyndin hjá mér er að láta vita að ég verð ekki með Blikaliðið á næsta tímabili, 2022. Breiðablik þarf að finna sér þjálfara og nú fara þjálfarar að losna. Þá er svolítið vont að gefa ekkert út og halda bara áfram í Meistaradeildinni. Svo allt í einu hætti ég og þá kannski gerist það sama og þegar Steini hætti [og tók við sem landsliðsþjálfari], þá voru einhverjir þjálfarar á lausu en aðrir ekki. Mér finnst hreinlegra að gera þetta svona af því ég gerði samning út þetta tímabil."

Segjum sem svo að Breiðablik finni þjálfara og sá þjálfari vill taka við í október. Hvað þýðir það fyrir þig?

„Það er þá eitthvað sem þarf þá að skoða. Ég er fyrst og fremst í þessu fyrir Breiðablik, ekki sjálfan mig, annars hefði ég aldrei tekið við þessu verkefni. Það var alveg hægt að finna þjálfara en kannski á þeim tíma sem Steini hættir þá voru ákveðnir þjálfarar ekki á lausu. Þetta virkaði ágætlega fyrir mig, win-win, þekkti liðið vel og væri með liðið út þetta tímabil. Á meðan höfðu menn svolítið ráðrúm til að ráða til framtíðar, eitthvað sem ég ætlaði mér aldrei. Eins og staðan er í dag þá er ég í þessu starfi og reikna með að vera í því í kringum Meistaradeildina."

Ef það kæmi til að það verði þjálfari ráðinn inn í október, væriru þá opinn fyrir einhverju samstarfi út riðlakeppnina?

„Algjörlega, ef það er hagur Breiðabliks af því þá gæti það verið skynsamlegt."

„Ég taldi að það væri góður kostur fyrir Breiðablik að ég væri með liðið þetta tímabil. Það eru búnar að vera ákveðnar breytingar hjá Breiðabliki og það hefði kannski ekki verið gott ef það hefði komið þjálfari sem hefði skóflað öllu til á þeim tímapunkti."

„Auðvitað verður maður að meta það, ef það kemur maður inn sem telur mikilvægt að hann komi inn núna, þá þarf að skoða það vel. Við þurfum að hugsa núna hvað er best fyrir Breiðablik. Að öðru leyti reikna ég með því að vera í þessu verkefni."

„Það er líka oft erfitt að byrja strax, menn þurfa oft frí frá tímabilinu sem er að klárast. Þetta núna er spennandi verkefni sem gerir þetta svolítið öðruvísi. Það er ekki á hverjum degi sem maður er að spila við þessi lið á alþjóðlegum vettvangi,"
sagði Villi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner