Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 13. september 2022 21:09
Aksentije Milisic
Besta deild kvenna: Jafnt í stórleiknum - Afturelding með lífsnauðsynlegan sigur
Cyera Hintzen jafnaði fyrir Val og fagnar hér með Elísu Viðarsdóttur.
Cyera Hintzen jafnaði fyrir Val og fagnar hér með Elísu Viðarsdóttur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hildur kom Aftureldingu á bragðið.
Hildur kom Aftureldingu á bragðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Tveimur leikjum var að ljúka í Bestu deild kvenna en spilað er í fimmtándu umferð deildarinnar.


Á Hlíðarenda var stórleikur á dagskrá en þá mættust tvö efstu lið deildarinnar.

Fyrir leikinn var Valur með sex stiga forskot á Breiðablik og með sigri hefði liðið geta farið langleiðina með að klára titilinn.

Það voru Blikastúlkur sem tóku forystuna en Karitas Tómasdóttir kom Breiðablik yfir á 32. mínútu en einungis níu mínútum síðar var Valur búið að jafna metin.

„Cyera að jafna metin rétt fyrir hálfleik!!
Elísa Viðars lyftir boltanum inn fyrir vörn Breiðabliks á Cyeru Hintzen, Eva stýgur nokkur skref fram í marki Blika og Cyera nýtir sér það með að lyfta boltanum snyrtilega yfir Evu og í fjærhornið," skrifaði Kári Snorrason í beinni textalýsingu.

Ekki var meira skorað á Origo vellinum í kvöld og því er Valur áfram með sex stiga forystu á Breiðablik en þrjár umferðir eru eftir af deildinni.

Þá var mikill fallbaráttuslagur í Mosfellsbæ en þar áttust við tvö neðstu lið deildarinnar, Afturelding og KR.

Leiknum lauk með 2-1 sigri Aftureldingar en liðið er nú einungis einu stigi á eftir Þór/KA sem situr í 8. sætinu. Þór/KA mætir ÍBV fyrir norðan á morgun.

Hildur Karítas Gunnarsdóttir og Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir gerðu mörk Aftureldingar en áður en þær skoruðu hafði Brynja Sævarsdóttir fengið rautt spjald í liði KR en þá fékk hún sitt annað gula spjald.

Útlitið er nú orðið mjög slæmt fyrir KR en liðið er með sjö stig í neðsta sæti deildarinnar með einungis tvo sigurleiki á bakinu.

Valur 1 - 1 Breiðablik
0-1 Karitas Tómasdóttir ('32 )
1-1 Cyera Makenzie Hintzen ('41 )
Lestu um leikinn

Afturelding 2 - 1 KR
1-0 Hildur Karítas Gunnarsdóttir ('69 )
2-0 Guðrún Elísabet Björgvinsdóttir ('82 )
2-1 Guðmunda Brynja Óladóttir ('87)
Rautt spjald: Brynja Sævarsdóttir, KR ('56)
Lestu um leikinn


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner